Hitti gamla bekkjarsystur (sem er alls ekki gömul) í sumar sem sagði mér að henni þætti gaman að lesa bloggið mitt, m.a. af því að það væri stutt og hnitmiðað. Ég er greinilega farin að vera aðeins OF spör á orðin því að bloggin mín eru eitthvað að misskiljast. Samanber komment Syngibjargar um bíóferðina og svo hringdi mamma í morgun og spurði mig hver væri þessi uppáhaldsfrænka í Litalandi. Jæja. Ég ætla samt að halda áfram að vera stuttorð og þið verðið bara að leggja aðeins á ykkur að lesa í merkinguna.
Annars er ég á fullu að reyna að gera gagn þar sem ég er í fríi, gengur misvel. Skápurinn er orðinn rauður og Britannican komin í hann, vantar bara að græja hurðina en það ætlar Gítarleikarinn að sjá um. Ég réðist á stóra ljóta stofugluggann þar sem ég þar líklega að notast við hann eitthvað lengur.
Þetta er leiðindablogg enda er ég eitthvað andlaus þessa dagana. Þó ég andi enn.
06 ágúst, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Blogg. Skemmtilegt. Takk
Ekki að standa mig í kommentum en les alltaf og já skemmtilegt!!
Skrifa ummæli