28 ágúst, 2008

Yndið mitt og fleiri sætir strákar



Stubbur og besti vinur aðal á Árbæjarsafni í júlí - Geggjað veður og stuttu síðar voru þeir komnir á naríurnar að hlaupa í gegnum úðarann.




Þarna eru nú góður hópur á ferð, frændur að labba í Nexus í svo góðu veðri að það þurfti að klippa neðan af buxum hjá sumum og kaupa stuttbuxur á aðra.



Þessi má nú ekki vera útundan, hann labbaði bara alltaf aðeins á eftir hinum

En hann jafnaði sig aldeilis á skólaleiðanum Stubburinn og neitaði að koma heim með mér þegar ég sótti hann í gær - hann ætlaði sko að klára daginn og fara í Frístund líka. Hann vaknaði svo eiturhress í morgun og bullaði alla leiðina í skólann - Hve lífið er gott!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottir frændur! Hlakka til að hitta stubbaling í eigin persónu um helgina :)

Nafnlaus sagði...

Gott að hann notar leiðina í skólann til að bulla! ;)