10 janúar, 2007
Eftirmáli (ekki regndropanna)
Ég vil ítreka það að þrátt fyrir tuðið hérna fyrir neðan þá er ég mjög meðvituð um hvað ég er mikil forréttindapíka sem fæ nánast allt sem mig vantar upp í hendurnar. Ef það kemur ekki þá vantar mig það ekki nógu mikið. Svo á ég líka bestu fjölskyldu í heimi og bestu vini í heimi. Geri aðrir betur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Pollý Pollý Pollýanna!!!
Auðvitað höfum við allt til alls!
En ég var að lesa um mann sem lét Duran Duran spila í áramótapartýinu sínu......!!
Þá hugsar maður bara "aumingja hann að þurfa ekki að hafa áhyggjur af visareikningnum".
Hjúkk!
Maður má alveg vera of latur til að elda þó maður hafi það bara alveg ágætt - það má!
B
Alveg satt hjá þér, mann skortir svo sem ekki neitt. En stundum má kvarta yfir því sem manni finnst leiðinlegt, alveg sammála Birgittu þar.
Skrifa ummæli