18 janúar, 2007
Geðslagið
Ósköp er ég nú þakklát fyrir snjóinn. Reddaði mér í morgun, einu sinni sem oftar. Stubbalingur var ekki bara þreyttur heldur afskaplega úrilllur líka og rak heimilisfólk út úr herberginu jafn óðum og það kom inn til hans að freista þess að koma honum framúr. Svo ég freistaði hans með rauða sleðanum. Sá var nú ekki lengi að taka við sér, vippaði sér framúr og gleypti í sig morgunmatinn.
Núna stendur yfir ljósahátið á leikskólanum. Á morgun er vasaljósadagur. Þá er það helgin. Svo fer nú brátt myrkrið og úrillskan að víkja fyrir birtu og bjartri lund. Höldum okkur gangandi á því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
mætti halda að stubbalingur væri eh skyldur mér.... vildi að eh mútaði mér með rauðum sleða á morgnanna ;) En þetta verður léttara með hverjum degi!
Ætli þið séuð ekki bara eitthvað andlega tengd, kannski hann hafi verið pabbi þinn í fyrra lífi :)
Mér finnst að mannfólkið ætti bara að leggjast í hýði í janúar - svona eins og bangsarnir. Það er akkúrat ekkert skemmtilegt við þennan mánuð.
B
Nú ég hélt að svona morgunskammir væru bara á mínu heimili.....
Reyndar getur nú hreitingurinn komið jafnt og þétt yfir daginn hér á bæ!
Minn fær loforð um að mega taka með sér skíðagleraugun í leikskólann verði hann duglegur í föt og annað sem tilheyrir morgnunverkum. Hér er nefnilega alltaf hríð á morgnanna.
Skrifa ummæli