Stundum bara nenni ég alls ekki að elda. En geri það samt af því að ég vil ekki borða ristað brauð í kvöldmatinn. Tel mér alltaf trú um að ég sé svona góð mamma að gera þetta fyrir börnin mín. Oftast finnst mér gaman að elda en þegar þetta er svona kvöð marga daga í röð (rímar) og öllum finnst það svooo sjálfsagður hlutur, þá finnst mér ekkert gaman lengur. Vill til að ég á Pepsi Max, best að fá sér einn gúllsopa og sjá hvort ég hressist ekki eins og Steinríkur á töfraseyðinu góða.
Bless, farin að elda...
10 janúar, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vá hvað ég er sammála þér hérna!! Bölvað vesen að þurfa að elda á hverjum degi :(
ég var sko púuð niður hér að unga heimilsfólkinu í gær. Kom heim með fisk og ekki að ræða það að þau ætluðu að borða hann. Fékk fyrirlestur um fiskát vikunnar í skóla og leikskóla. Mér féllust hendur og spældi egg.
Skrifa ummæli