06 janúar, 2007

Á morgun segir sá lati..

Sko, ef maður klikkar á einhverju í jólahaldinu þá gerir maður það bara eftir jól. Allavega ég. Þessvegna fóru tveir dagar á milli jóla og nýjárs í jólaþrif hjá mér, AF FÚSUM OG FRJÁLSUM VILJA, nota bene!!

Í dag er ég hinsvegar að baka smákökur. Tvær sortir. Búin að smakka svo mikið að mér er orðið illt í maganum. Sko Halla, Siggakökurnar tókust fínt, en Daim kökurnar láku út um allt og eru frekar linar, en alveg hrikalega góðar!! Ætla sko að vera dugleg að troða þessum kökum í matargesti morgundagsins og svo í gesti og gangandi, annars háma ég þetta allt í mig sjálf (og kemst ekki í kjólinn á næstu helgi).

2 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Þú minnir mig á sögupersónu í bók sem vildi fá jólin í júlí.

Nafnlaus sagði...

Humm - ertu byrjuð svona snemma eða svona seint?
B