Alltaf gaman að gera eitthvað Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI! Fór í fyrsta smíðatímann minn í dag. Er nefnilega svo gömul að þegar ég var í grunnskóla hét hann barnaskóli og stelpur lærðu að sauma og prjóna en strákarnir fóru út í dularfulla skúrinn á skólalóðinni. Þangað kom ég aldrei inn.
Því var það með nokkrum spenningi sem ég steig inn í þetta dularfulla herbergi, stútfullt af tækjum og tólum með allskonar flóknum nöfnum. Í ljós kom að í hópnum var fólk mislangt á veg komið í smíðanámi og stelpur virðast vera að yfirtaka þetta eins og flest annað (nema nottla stjórnunarstörf). Við vorum fimm svona alveg dökkgræn, fjórar stelpur og einn strákur en ég var samt eina í hópnum sem hafði ekki einu sinni lært smíðar í grunn/barnaskóla. Þegar það var búið að segja okkur frá verkefnum vetrarins og kynna okkur fyrir græjunum fengum við að tálga. 10 mínútum síðar þurfti strákurinn að fara... okkur sýndist skurðurinn vera það djúpur að það þyrfti að sauma...
25 janúar, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
ég kann meir´en þú-ú, ég kann sko að nota borbvél, ligga ligga lái. Og eins og þú fór aldrei í dularfulla smíðakofann hans Finns.
Þetta er nú bara skandall! Hér í höfuðborginni fengum við stelpurnar að fara í smíðar.
Eina önn.
Í 9.bekk (nú 10.).
Megum þakka fyrir þetta stóra skref í jafnréttisbaráttunni að nú fá stelpur líka að lyfta hamri.
Ég gleymi heldur aldrei fyrsta smíðatímanum í kennó, kennarinn hélt að ég væri að ljúga þegar ég sagðist aldrei hafa lært á þessi tæki, og varla séð þau heldur.
Hah! Ég fór einu sinni í smíðakofann til hans Finns. Það var einhver svona þemavika í gaggó og ég valdið smíðar, á meira að segja ennþá kassann sem ég smíðaði og brenndi út í :)
En síðan þá er ég búin að nota alls kyns verkfæri og bæði trésmíða- og járnsmíðivélar. Enda þoli ég ekki að geta ekki gert hlutina sjálf. Ég þurfti meira að segja að kaupa mér stærri verkfærakassa fyrir jólin því það var farið að flæða upp úr honum!
Það eina sem ég get alls ekki gert við sjálf það er bíllinn minn og það fer í taugarnar á mér!!
Úps sorry, ýtti óvart tvisvar á publish.... gat eytt öðru en þó ekki alveg...
Bíddu ætlarðu að taka við af Einari..????
Alltaf gott að vera "inn" hjá smiðum ;) Við getum skipst á meikupum og smíðavinnu í framtíðinni... ha ha
Ja hérna, á Selfossi fengu bæði kynin að smíða jafnt sem sauma og voru ófáar jólagjafir til foreldranna einmitt eitthvað sem ég hafði smíðað. Hef smíðað allt frá öndum og upp í ísbirni, hillur og skraut. Sko mig!
Skrifa ummæli