Gangstéttirnar eru allar í sandi.
Göturnar eru blautar.
Skítugur snjór í ruðningum upp við gangstéttarbrúnir og í bílastæðum.
Drullupollar.
Rok.
Regnúði.
Bílar sem leggja upp á gangstéttum.
Skást að vera á ferð í myrkrinu því að eftir því sem birtir meira verður umhverfið ljótara og ljótara. Vill til að það birtir ekki almennilega í svona dumbungi.
En það er að hlýna og ég er þrátt fyrir allt bara í góðu skapi.
24 janúar, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Þú ert svo ljóðræn!!!!!
Það er á svona dögum sem maður er svo glaður að vera háður bílnum sínum...ekki satt!
Og í svona veðri er best að eiga almennilega dreifbýlistúttur?
Áttu?
Jú Rakel, ljúft að eiga bíl þessa dagana. En Syngibjörg, mundu að ég bý "á mölinni" svo það er nú ekki jafn mikil þörf fyrir dreifbýlistúttur hér og í moldinni í sveitinni ;)
Usss já, kettinum tekst meira að segja að spora út nýskúraða gólfið mitt það er svoddan drullumall þarna úti.
B
Skrifa ummæli