12 janúar, 2007

Stór áfangi í lífi Stubbalings

Hann kom hlaupandi inn í herbergi til mín (þar sem ég sat við tölvuna að læra), á nærbuxunum og spóaleggjunum sínum.

"Hey mamma, ég gat klætt mig alveg sjálfur í nærbuxurnar
ÁN ÞESS AÐ SETJAST Á GÓLFIÐ"

(og svo hoppaði hann aðeins á öðrum fætinum til að sýna hvernig það væri gert)

Ætla að taka mér hann til fyrirmyndar og vera stolt af litlu sigrunum í lífi mínu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

brill....fer ekki að styttast í að stubbalingur komi til okkar þarna í Hörgshlíðinni?

Meðalmaðurinn sagði...

Hann heiðrar ykkur ekki með nærveru sinni fyrr en haustið 2008. En það styttist.. jújú

Syngibjörg sagði...

Mikið er þetta satt. Við erum alltaf að einblína á stóru takmörkin og gleymi því litla smáa og skemmtilega sem gerist á hverjum degi.