11 apríl, 2007
Einmanaleiki
Mikið er ég orðin háð þessu tæki. Þurfti að fara með gersemina mína í viðgerð í gærmorgun og var sagt að það tæki 3 daga. Ég var miður mín, vægt til orða tekið. Um hálf-þrjú í dag (semsagt einum og hálfum sólahring síðar) var hringt frá EJS til að tilkynna mér að græjan væri tilbúin. Síðast þegar ég þurfti að fara með hana voru þeir líka svona snöggir að þessu. Í bæði skiptin voru þetta atriði sem féllu undir ábyrgð svo ég hef ekkert þurft að borga heldur. Ég sýni fyrirækinu þakklæti í verki með því að punta færslu dagsins með merki þeirra.
Ég var svo einmana í morgun þegar ég sat við borðið mitt að LÆRA (já ég geri það líka stundum) að ég kveikti á útvarpinu til að fá félagsskap. Það er mjög sjaldgæft.
(og íbúðin mín er enn til sölu.. anyone??)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þú ert svo dugleg að setja myndir inn á færslurnar þínar - allskonar myndir!
úff ég skil þig, liggur við að ég fari með tölvuna í rúmið...
Lengi lifi EJS!!
(hélt samt að þú ætlaðir að skrifa um hvað þú saknaðir mín :p).
Iss ertu ekki bara í klíkunni hjá Jóni Viggó
Takk Rakel (tek þessu sem hrósi þangað til annað kemur í ljós)
Birgitta í Barcelona, lestu ekki á milli línanna að þetta er saknaðaróður til þín?
og Halla, hef ekki enn þurft að nýta mér kunningsskapinn en veit hvert ég á að hringja ef ég er ekki sátt!!
Skrifa ummæli