26 apríl, 2007

Litli snillingurinn

Eftir kvöldlesturinn, sem var einn kafli í Fíusól, sagði litli snillingurinn mér að hann ætti stundum átta nöfn. Þetta gerðist þegar hann segði nafnið sitt hratt og svo rétti hann upp einn og einn putta (talnaskilningurinn í góðum gír), sagði mér hvert nafn og taldi um leið með puttunum:

RÖKK-VI-SIG-URÐ-UR-ÓL-AF-SON = 8

Rétt ný orðinn 5 ára og farinn að telja atkvæði - alveg er ég viss um að tónmenntakennarinn í leikskólanum á heiðurinn af þessu, engu að síður gladdi þetta (verðandi) kennarahjartað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flýtum honum um eitt...og ég tek hann að mér!!