Ég er búin að vera svo matlöt undanfarið. Ristað brauð í morgunmat, langloka í hádegismat, drasla eitthvað yfir daginn, Tapas-bar á mánudagskvöld, Ruby Tuesday á þriðjudagskvöld og Aktu Taktu í kvöld - leiðin liggur semsagt niður á við. Svona mataræði kallar bara á.. MEIRA SÚKKULAÐI!!
Er að vonast til að einhver góðhjartaður fari að bjóða mér í mat áður en ég fer að éta úr ruslatunnunum - ekki nenni ég að elda sjálf.
04 apríl, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég kvaldi fram hakkedí í kvöldmatinn og hélt ég myndi ekki geta klárað eldamennskuna - held að þessi matleti tengist skólaálagi.
Frétti af vinsælum rétti í ónefndum skóla nálægt Reykjavík. Hann kallast "hakk og snakk". Ef þú vilt vita hvað er í honum er það nákvæmlega það sem stendur skrifað....hakk með nokkrum tegundum af snakki með! Bjútífúl!
hmmmm... vorum við ekki eh að ræða þetta með húðina og verki í skrokknum... Held að mataræðið hafi ekkert með það að gera ;)... segi ég sem var að enda við að svolgra í mig búðarpizzu og gos og bingókúlur með!! Annars er ég enn að dáðst að kjólnum, mér finnst hann algjört æði!!!!
Skrifa ummæli