19 apríl, 2007
Staðfestist hér með að..
Í tilefni af því að við hjónin þurfum brátt að innrétta ekki bara eitt baðherbergi heldur tvö, þá skelltum við okkur í "leiðangur" í síðustu viku. Hvað í heiminum getur verið skemmtilegra en að eyða hálfum klukkutíma eða svo með elskunni sinni, að skoða klósett, blöndunartæki og baðker?
Ansi margt, finnst mér allavega. Við gengum þarna um eins og fílar í postulínsbúð, eða kannski frekar postulín í fílabúð og vissum ekkert hverju við vorum að leita að. Jú, við sáum ýmislegt sem við vorum ekki að leita að og hugguðum okkur við að geta útilokað margt sem okkur fannst bara ljótt.
En svo sá ég baðkarið. Jiminn, baðkar er bara baðkar, hugsar þú núna, en.. þetta var sko Baðkar með stóru B-i. Það var nefnilega smart. Ég potaði í eiginmanninn og við fikruðum okkur nær þessum fagra hlut til að skoða hann ögn betur, og viti menn, var ekki þarna verðmiði sem slökkti fljótt vonina um betra bað í brjóstum okkar beggja (dónalega ofstuðlað, ég veit)
Baðkarið kostaði rúmlega áttahundruðogfimmtíuþúsund - takkfyrirtakk -
Svo það staðfestist hér með að ég er með dýran smekk
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Var það gullhúðað?
Ætli það myndi ekki kosta svona 150 þús í USA???
Passaðu þig bara að versla ekki hjá Bykó (í Kópó), þeir eru alveg ömó.
Ég fór í þessar búðir þegar ég var að leita að blöndunartækjum og .....sápuskammtara. Mér lá við að halda að veggurinn fylgdi með einum skammtaranum - svo dýr var hann!!!
Passaðu þig bara að hafa karið nógu djúpt (svo brjóstin ykkar beggja standi ekki uppúr....djók) og það langt að hægt sé að liggja í því! Ef ekki - þá er nóg að fá sér sturtu!
Farðu bara í Tengi og verslaðu hjá Kristmanni, alltaf mest að skipta við fólk af sama þjóð(ar)flokki og maður sjálfur ; )
kv
B.
átti að ver best ekki mest
Baðið var ekki úr gulli, ég skal ekki versla hjá Bykó, þarf bað á annað og sturtu á hitt og merkilegt nokk Hjallavegspúki - þá var þetta einmitt í Tengi.. hittum reyndar ekki Kristmann sjálfan í þessari ferð!
Skrifa ummæli