Þegar ég sýndi íbúðina s.l. miðvikudag í 12. sinna (á 18 dögum), gerði ég það algjörlega með því hugarfari að þetta væri fólkið sem kæmi til með að kaupa íbúðina okkar og léti sér líða þar vel næstu árin. Ekki það að ég hafi verið neitt að streitast á móti með hin 11 skiptin... En allavega, ef orkustraumarnir hafa ekki virkað sem skyldi, þá er sko alveg á hreinu að þeir sem koma næst, kaupa íbúðina. Ég er nefnilega búin að þrífa útidyrahurðina, svalirnar og svefnherbergisgluggann (gítarleikarinn er úti að skrúbba rest af gluggum).
Værum við hinsvegar að láta svona smáatriði skipta máli þegar við fjárfestum nokkra tugi milljóna, værum við ekki búin að kaupa íbúðina sem við keyptum. Það var drasl þar þegar við fórum að skoða - en þegar við fórum aftur í gær til að kíkja á herlegheitin eftir undirritun kaupsamnings, var allt vægast sagt í rúst. Hvergi sá í auðan bletta fyrir rusli og drasli. En mér er sko nokk sama um það, íbúðin er rosalega falleg og ruslið og draslið verður farið áður en ég flyt inn. Hlakka svooo til.
06 apríl, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
!!!!!!!!Bíddu nú við!! Þú bloggar um matinn sem þú ert að borða en gleymir að segja frá milljónafjárfestingum ykkar hjóna!!!! Jájá, maturinn er greinilega í forgangi......en nú verðurðu að segja meir - ef ekki hér þá með Henríettupósti!!!
Gleðilega páska!
Skrifa ummæli