Klukkan á tölvunni minni sýnir 23:12 og Lubbastingur enn í fullu fjöri. Held að Miðjunni minni hafi tekist að festa svefn þrátt fyrir non-stop spjall þarna inni í herbergi.. eða hvað, er hún kannski að tala við hann?
Allavega, hann segist ekki kunna neina aðferð sem virkar til að sofna. Þegar ég sagði honum að prófa að loka augunum og hugsa um eitthvað fallegt/gott/skemmtilegt. Þá sagði hann bara: "nei mamma, ég er búinn að prófa þá brellu og hún virkar ekki" og hvenær prófaðirðu hana, spurði ég, "Þegar Birgitta sagði mér frá henni fyrst og þá virkaði hún ekki heldur"!! Svo hann vakir bara áfram....
29 október, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hehe, ég man sko eftir því :). Hann er algjört yndi.
Skrifa ummæli