Skrítið að knúsa krúttin sín í morgun og vita að maður fær ekki að knúsa þau aftur fyrr en eftir 6 daga, vá.. ekki fyrr en næsta þriðjudag! En þau verða í góðum höndum, og ég líka.
Fór með yngri krúttin í klippingu í gær og tók fyrir/eftir myndir. Miðjukrúttið fékk reyndar fastar fléttur eftir klippinguna svo það sést ekki alveg hvað það var tekið mikið af hárinu á henni. Stubbalingur fékk gel. Best ég skelli inn myndunum...
3 ummæli:
Það vantar mynd af Sweet sixteen
Sætu sætu! Góða skemmtun í NY og SKÁL:)
Jæja nú þarf maður að fara að láta sjá sig í höllinni!!
Skrifa ummæli