Iðullega verða utanlandsferðir mér sem kennslustund í kurteisi. Ekki það að ég sé neitt sérlega ókurteis ung kona. Þegar ég kem á kassa í Bónus með yfirfullafimmmannafjölskyldukörfu, þá hleypi ég bólugrafna unglingnum með kók og samloku fram fyrir mig. Eða heilsufríkinu sem er með Egils Kristal og orkustöng. En ég er samt íslenskur víkingur í vígaham inn við beinið. Þegar ég er í matvöruverslun er þetta hugsanagangurinn:
- æji ég dríf mig bara og verð komin á kassann á undan
- hann hlýtur að víkja, ég er að flýta mér
- heilsa sko ekki ókunnugum
- spjalla ekki við manninn á kassanum því að við erum bæði að flýta okkur svo mikið
- bið engan um aðstoð og aðstoða engan á móti.
Í Bandaríkjunum virðist þetta vera allt öðruvísi. Þar er innkaupaferð í matvörubúðina meira eins og gönguferð í garðinum. Ekkert leiðinlegt sem maður þarf að drífa af. Allir brosa og enginn er í kerrukappakstri. Hvað þá þetta stress að drífa sig að henda öllu sem hraðast ofan í pokann til að næsti komist að. Sinn er siður í landi hverju, þannig er þetta bara! Mér sýndist þeir reyndar lítið skárri en við í umferðinni blessaðir Bandaríkjamennirnir, en það er annar handleggur.
10 október, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já svo eru það blessaðir danirnir sem eru sko öfgarnar í hina áttina. Maður getur fengið taugaáfall af stressi að bíða þar á kassa. Afgreiðslufólkið gefur sér sko allan heimsins tíma til að spjalla við kúnnana þó það séu 10 í biðröð!!! Ekki alveg að henta yfirstressuðum Íslendingum ;)
Bíddu - varstu í alvörunni í MATVÖRUVERSLUNUM í Bandaríkjunum???
Rakel mín! Menning hverrar þjóðar er falin í frystikistu stórmarkaðar, vissirðu það ekki?
Skrifa ummæli