01 október, 2007

Til Birgittu í USA

Ég er í textíláfanga í vetur sem heitir vélsaumur og efnisfræði. Þar hafa verið lögð fyrir okkur ýmis skemmtileg verkefni sem við höfum leyst með aðstoð saumavélarinnar. Eitt af verkefnunum var að gera dýr eða fígúrur sem gætu hentað fyrir börn á yngsta stigi og upp úr, úr mismunandi efni og með mismunandi aðferðum. Ég ákvað að gera drauga. Hana Birgittu í Ameríku langaði svo að sjá hvað ég var alltaf að bardúsa í saumavélinni svo ég skelli hérna mynd af draugakrúttunum mínum.

Þarna sitja þeir allir stilltir og prúðir í stofuglugganum í risinu. Flott útsýni.
Önnur uppstilling, þarna hanga þeir sem eiga að hanga, hinir sitja sem fastast.
Þarna var Rauði draugurinn kominn í fýlu og vildi ekki vera á fleiri myndum, svo þú sérð hvað hann er huggulegur að aftan.

Svo sjáumst við bara eftir 2 daga Birgitta mín. Varstu ekki örugglega búin að taka upp rauðvínsglösin?






(Hver er sætastur?)

6 ummæli:

Birgitta sagði...

Þeir eru BARA æðislegir! Langar ferlega í einn fyrir Halloween :p.

Rauðvínsglösin bíða sko pússuð og fín :o).

Nafnlaus sagði...

Við erum að tala um markaðssetningu og einkaleyfi - sem fyrst, áður en einhver stelur hugmyndinni!!! Þeir eru æði!

Nafnlaus sagði...

juminn bara krútt :)
mmmm langar í rauðvín....

Syngibjörg sagði...

Marta smarta!!!!

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, heldurðu að jólasveinninn hafi nokkuð tekið sér bólfestu í strompnum hjá þér.......sé alveg fyrir mér þegar gítarleikarinn grillar hann.........

Nafnlaus sagði...

Þessi blái sem fór ekki fýlu er sætastur.