25 nóvember, 2007

Ánægjustuðullinn

Var að uppgötva hvað ég er einfaldur persónuleiki. Ef þvottahúsið, eldhúsið og gólfin eru svona nokkurnvegin undir kontról, þá er ég glöð. Þegar allt er í drasli og allt er óhreint og eldhúsvaskurinn fullur og uppþvottavélin líka, þá fyllist ég óyndi. Eins og flestir vita þá er spakmælið: Sé konan ánægð er fjölskyldan ánægð, enn í fullu gildi. Ef ég fæ jafnframt lágmark tvo tíma á laugardegi og aðra tvo á sunnudegi til að sinna skólanum (fer eftir álagi), er ég meira til í að föndra með krökkunum, baka skonsur eða leika við þau.
Svona þarf nú lítið til að gleðja mig, enda er ég einföld sál! Vona bara að Gítarleikarinn lesi þetta....

Engin ummæli: