24 nóvember, 2007

Stelitími

Rosalega er heimanámið mikill tímaþjófur. Ég sé kannski fyrir mér tveggja tíma lotu, vá, tveir tímar í friði og ró að læra.. svo set ég mér áætlun. Og kemst ekki yfir nema eitt atriði af 5. Ég er til dæmis búin að sitja í dútli og frágangi á verkefnum og áður en ég veit af er klukkutími liðinn.
Hlakka til að klára öll verkefnin og prófin og komast í jólafrí. Eða stússifrí. Þá ætla ég að mála og pússa og lakka og sauma gardínur og ganga frá fullt af lausum endum í íbúðinni - já og halda saumaklúbb og matarboð og baka með börnunum og úbbossí.. undirbúa jólin. Vona að ég komist yfir svona 1/5 af því sem ég ætla mér, þá er ég ánægð.

Engin ummæli: