08 nóvember, 2007

Ónotatilfinning

Verð bara að skrifa mig frá þessu sjokki, er alveg með hraðan hjartslátt og örugglega væg einkenni ofsahræðslu!
Únglingurinn minn hringdi í mig í skólann í morgun og sagði að það væri AFTUR kominn fugl í þvottahúsið. Ég bað hana að fara inn og opna þakgluggann og fara svo bara út aftur. Hún ætlaði nú ekki að þora, ég er auðvitað búin að smita hana af fuglafóbíunni , en herti upp hugann, hetjan mín!
Þegar ég kom heim var hún farin. Ég kíkti inn í þvottahús og sá hvorki kött né fugl, þorði samt ekki að loka glugganum alveg strax. Svo fóru að heyrast hljóð. Mér fannst eins og það kæmi úr herbergi Únglingsins og fékk alvega taugaáfall. Svo fannst mér eins og það kæmi innan úr veggnum og sá fyrir mér Starra, lifandi og dauða sem einangrun í fína húsið mitt. Ég hætti mér inn í Únglingaherbergið og gekk á hljóðið - fann sem betur fer ekki neitt, en hljóðið kom akkúrat frá veggnum sem liggur að þvottahúsinu.
Nújæja.
Ég fór niður, skellti mér í hettupeysu sem er rennd upp að höku og setti á mig hettuna. Síðan fór ég í vettlinga og uppreimaða skó og réðst til inngöngu. Upp við einn vegginn er reist stór masónít plata og þar á milli hafði ungaræksni dottið og komst hvorki lönd né strönd. Ég ýtti aðeins við plötunni, svo hann gat flogið upp - og beint í gluggann fyrir ofan, svo ég opnaði hann (þetta var sko hinn glugginn, ekki þakglugginn) og út flaug ógeðið. Er ekki frá því að þetta sé sami fuglinn og í gær, hann hafi kannski bara pompað þarna niður og Hneta ekki náð í stélið á honum. En allavega.

Ykkur finnst þetta kannski lítil og ómerkileg saga, en vitið þið ekki hvernig mér leið á eftir. Ég skellti aftur báðum gluggum á herberginu, hljóp út og skellti á eftir mér. Reif af mér hettu og vettlinga og hélt að hjartað ætlaði að hamast út úr brjóstinu á mér. Þessi samskipti mín við Starrana undanfarið hafa fyllt mig af svo mikilli fuglahræðslu að ég á líklega aldrei eftir að jafna mig. Núna klæjar mig allstaðar eins og ég sé nýbúin að fá fréttir af lúsafaraldri.
Spurning um að fara að leita sér að áfallahjálp?

5 ummæli:

Birgitta sagði...

Þú þarft bara að ná í botninn á meindýraeyði ASAP. Eru ekki fleiri sem þú getur hringt í? Hringdu bara í alla og stökktu á fyrsta sem kemst.

Nafnlaus sagði...

Þú ert alger hetja !! Ég hefði ekki þorað inn að bjarga litla greyinu. Er bara einn meindýraeiðir í Reykjavík ??

kv
Fanney

Meðalmaðurinn sagði...

Takk fyrir hetjutitilinn Fanney, er mjög stolt! Ég fann bara einn meindýraeyði og ætla að gefa honum sjens.. ekki of langan samt

Nafnlaus sagði...

O.M.G. sé þetta alveg fyrir mér :) eða kannski :( Væri örugglega mjög gott efni í hrillingsmynd með gamanívafi... svona eftir á alla vega!

Nafnlaus sagði...

Af hverju leita fuglarnir svona mikið inn þarna í þínu hverfi? ÉG hef bara ekki heyrt annað eins!!