03 janúar, 2008

AAAAAAAAAAAAndvaka

Síðustu nótt leysti ég heimsmálin, fjármálin og mjúku málin.

- ég var andvaka

Ég samdi mörg snilldarblogg, lengdin hefur væntanlega skagað hátt í þokkalega skáldsögu.

- ég var andvaka

Mig verkjaði í mjaðmirnar, bakið, hnén, bakið mjaðmirnar.

- ég var andvaka

Margt fleira flaug í gegnum hug minn, sem ég er þó blessunarlega búin að gleyma núna.

Í dag var ég þreytt af því að ég var andvaka alla síðustu nótt. Núna ætla ég að hoppa upp í rúm og verða aðeins meira andvaka.. eða ekki.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki betra að vera andvaka í nýja rúminu en því gamla?

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu elsku dúllufjölskylda :) Hittumst fljótlega vonandi!

Nafnlaus sagði...

Já og gleðilegt ár! Veistu ég held að þú sért bara fínn kandídat í að skrifa skemmtilega skáldsögu! Gerðu það bara þegar þú verður næst andvaka!! Ég skal kaupa hana!