Fékk skemmtilegt sms í morgunsárið, það var svo hljóðandi:
Pöntun tilbúin. Vinsamlega sækið sem fyrst.
Kveðja
Glerslípun og speglagerð.
Ég var svo hissa að ég hoppaði nánast hæð mína. Það var í byrjun desember sem ég og Gítarleikarinn gerðum okkur ferð í þessa ágætu verslun, til að panta spegil og borðplötu á fína baðherbergið okkar. Hittum á ágætis afgreiðslukonu sem teiknaði þetta upp með okkur og leysti úr öllum vandamálum jafn óðum. Klykkti svo út með því að þetta tæki viku.
VIKU, vá hvað við vorum glöð, yrðum komin með spegil og borðplötu fyrir jólin, þvílíkur lúxus. En í stutt máli, þá tókst okkur að grenja út blessaðan spegilinn einhverntíma um miðjan febrúar, með því skilyrði að Gítarleikarinn klastraði sjálfur saman festingum og ljósaapparati á bakhliðina. Eftir það höfum við hringt öðru hvoru til að spyrjast fyrir um borðplötuna. Hún er semsagt tilbúin í dag, 31.mars 2008. Fjórir mánuðir í bið, segiði svo að það borgi sig ekki að reka á eftir!
31 mars, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Erðanú þjónusta - fáið þið ekki abbslátt?
Í Innlit útlit komu þér alltaf og "skelltu þessu upp" fyrir fólkið......greinilega ekki sama Jón og séra Jón!
Skrifa ummæli