Við erum blessuð hér í Sprengjuhöllinni, annað er ekki hægt að segja. Með Háteigskirkju á aðra hönd og Hallgrímskirkju á hina. Merkilegt, eins og ég er nú lítið gefin fyrir messuritúalið og margt sem fylgir þessari blessuðu trú, þá finnst mér alltaf jafn notalegt að heyra í kirkjuklukkunum á sunnudagsmorgnum. Ætli það minni mig ekki á þegar við systurnar, sem bjuggum í litlu sjávarþorpi fyrir vestan, skunduðum í kirkjuskólann á hverjum laugardagsmorgni. Þar var nú séra Jakob ekki að gera út af við okkur með helgislepjunni, ónei.
Áfram kristmenn krossmenn
kóngsmenn erum vér
fram í stríðið stefni
sterki æskuher...
(ég kann að sjálfsögðu minnst 2 erindi til viðbótar.
16 mars, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Góða ferð í sveitina... Hlakka til að fara í göngutúr á Laugaveginn þegar þú kemur endurnærð úr sveitasælunni :)
Voru messur á laugasdagsmorgnum á Ísafirði?
Skrifa ummæli