Stubbalingur sagði mér áðan í bílnum að hann væri ekki enn búinn að læra nýja heimilisfangið sitt. Svo ég sagði honum það og hann endurtók nokkrum sinnum upphátt. Hann þarf sko að vita, svo hann geti sagt Snædísi. Þá gæti hún nefnilega fundið símanúmerið hans og hringt í hann ef hún ákveður hvenær þau ætla að giftast. Svo ætlar hann að fá hennar heimilisfang til að geta gert það sama ef hann ætlar að ákveða dagsetninguna.
"Núna er ég nefnilega búinn að ákveða að ég ætli að giftast Snædísi, það er svo gott að vera búinn að ákveða hverjum maður ætlar að giftast nefnilega"! Og þar hafið þið það!
26 september, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Líka rosalega þægilegt fyrir foreldrana, hafa nógan tíma til að kynnast tilvonandi tengdaforeldrum og skipt með sér verkum fyrir brúðkaupsveisluna og svona. Að ég tali nú ekki um að panta salinn, prestinn og það allt - ekki ráð nema í tíma sé tekið ;).
haha..sá er ákveðinn..
sætilíus
Aha- þessvegna var hann að æfa sig í að taka úr uppþvottavélinni!!
Góður karlkostur!
Skrifa ummæli