12 september, 2007

Innkaupalistinn

Húsmóðirin og Únglíngurinn sátu við eldhúsborðið og settu saman innkaupalista fyrir afmæli. Stubbaling sárvantaði athygli svo hann dró stóra hægindastólinn að endanum á borðinu og tók að hoppa í honum af öllum kröftum. Sem hann veit að hann má ekki. Húsmóðirin ákvað að vera ekki með neitt hálfkák og tuð, heldur áminna á áhrifaríkan hátt. Hún lagði frá sér pennann, leit upp, og horfði beint á Stubbinn og sagði mjög ákveðið: Rjómi, RJÓMI!! þú veist þú mátt ekki... Svo sprungum við öll úr hlátri.

Hver var það aftur sem sagði að konur gætu gert tvennt í einu?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður!!!

Birgitta sagði...

Hann er líka svo sætur að hann er algjör rjómi :)

Nafnlaus sagði...

Nú hló ég upphátt!