05 september, 2007

Lubbastingurinn minn




Eftir að ég uppgötvaði nýjustu og árangursríkustu aðferðina til að svæfa Stubbaling, bíð ég í enn meiri óþreyju eftir að hann sofni á kvöldin. Er nefnilega loksins búin að komast að því að hann er víst meira fyrir tónlistina en þögnina (alveg eins og Gítarleikarinn). Svo að þegar seremónían "hátta, bursta, pissa, lesa" er búin, þá er bara að drífa sig fram og setja útvarpið eða sjónvarpið í botn. Svo geng ég um gólf og geri ekkert að viti fyrr en hann er sofnaður og ég get lækkað.
(Hann hefur það nefnilega frá mömmu sinni að eiga erfitt með að sofna á kvöldin).
Ég get bara ekki einbeitt mér að neinu í svona látum, ekki einu sinni að setja í uppþvottavélina. Það eina sem ég get gert í hávaða er að skúra, og það geri ég andskotakornið ekki á kvöldin.
(Eða bara ekki yfir höfuð, sýnist mér hafa tekist að fá mér það sem alla skúrilata og skúriníska dreymir um - SKÚRIFRÍTT PARKET!!)

En allavega, hér er Stubbalingur eldferskur í morgunmat í morgun. Hann er sjaldnast komin í fötin þegar sú athöfn fer fram, en þarna fékk ég hann til að klæða sig áður með því að bjóða hafgraut.. Kannski var þetta líka skikkjunni að þakka þar sem hún kom upp úr kassa í gærkvöldi (og er því nánast ný á ný) og fór óneitanlega betur við fötin en nærfötin.

Á morgun fáið þið svo væntanlega söguna af Píanóinu Fljúgandi í máli og myndum (kannski aðallega myndum) ef góðar vættir lofa. So stay Tuned!!

3 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Kufftu í guðana bænum geislaspilara handa Stubbaling og góðan headphone svo þú farir ekki á límingunni með þennan hávaða í eyrunum.
Ég myndi a.m.k. gera það.

Syngibjörg sagði...

En hann er hrikalega sjarmerandi á þessum myndum krakkinn:O)

Meðalmaðurinn sagði...

Ef Sjarmi litli fær græjurnar í eigin hendur versnar ástandið til muna, það hefur verið sannreynt. Enginn diskur eða spóla er nógu góður til að hlýða á til enda og höfum við prófað þá marga. Ekki er gott að sofna þegar maður þarf stöðugt að vera að skipta um lag!