Ég tel mig í hópi raunsærra. Verð þó að viðurkenna að ég hefði aldrei trúað því að það tæki svona langan tíma að koma einni íbúð í stand (ekki strand). Sá það aldrei fyrir mér að í byrjun september þegar allir skólar væru komnir á fullt, ættum við ennþá mörg bretti af kössum úti í bæ sem ætti eftir að taka heim og uppúr. Pennaveskið mitt er enn týnt.
Múrarinn er verkefnalaus á baðinu af því að flísarnar eru búnar. Það vantar svona 5-6 flísar til að klára. Þær koma eftir 10 daga með skipi. Vona að ég haldi geðheilsu þangað til...
ARRRRGHHHH
(bannað að kommenta um að "þetta verði nú allt tilbúið fyrir jól"
05 september, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Borgar sig þá ekki að koma í heimsókn fyrr en eftir 10 daga sökum pirrings á heimilinu? ;)
Uss, hvaða pirrings - er bloggið ekki einmitt leið til að skrifa sig frá vandamálum?
Gott að þú ert byrjuð aftur í skólanum, þá fær maður að lesa nýtt blogg frá þér reglulega.
Jóla hvað????? Þetta verður tilbúið þegar það er tilbúið, bara þannig, ekkert flóknara.
En ég skil þetta með geðheilsuna.....
Þarna skildi ég sporin þín!!! Þorði nú ekkert að segja þegar ég sá þessar fínu fyrir og eftir myndir!
Við fluttum inn í janúar á sínum tíma - og síðustu kassarnir voru teknir upp um haustið.
Er það ekki bara full meðganga? Þetta má nú ekki koma fyrir tímann hjá ykkur!!
ps. Ég fann aldrei Lansinoh kremið mitt eftir flutninginn (besta varasalvann). Hilda hjálpaði mér að flytja og ég hef hana grunaða um að hafa látið það gossa - enda stóð utan á túpunni að það væri fyrir mjólkandi mæður! ;)
Ég flutti inn vorið 2006. Stefni að því að vera búin að öllu um jólin.... 2010!
Skrifa ummæli