Bíllinn minn hefur óneitanlega verið besti vinurinn undanfarnar vikur. Ég sem státa af því að búa nálægt leikskólanum og skólanum labba ekki lengra en út á gangstétt þar sem bíllinn er. Reyndar labba ég helst ekki í búð því að bakið mitt á erfitt með að bera þunga poka og ég versla alltaf svo hrikalega mikið.
Veðrið hefur auðvitað haft sitt að segja, t.d. býð ég ekki Stubbaling að labba með hann í leikskólann þegar honum er varla stætt í rokinu og regnið lemur líkamann. En ég er fullorðin, á föt og hef enga afsökun fyrir því að labba ekki í skólann sem er nánast í næsta húsi (allavega á Reykjavíkurmælikvarða). Í morgun var hið ljúfasta veður, aldrei slíku vant og við Stubbalingur fengum okkur göngutúr. Samt er ég þreytt og mygluð og langar mest að skríða upp í aftur. En, hér með lofa ég sjálfri mér því að ganga meira, allavega á meðan ekki er manndrápshálka - enginn er verri þótt hann vökni!
07 nóvember, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ha ha ég var einmitt að gefa sjálfri mér sama loforð í morgunn! Verst að við búum ekki nær hvor annari og gætum því labbað saman...
Skrifa ummæli