Sem ég kúrði í turninum á Seljalandi í veðri svo brjáluðu að rúmið hristist, varð mér hugsað til starranna minna á Háteigsveginum. Sá þá fyrir mér í álíka veðri, fjúkandi til og frá, lamdir sundur og saman af hagléli og slyddu, frosnir á tá og trýni.
Frostbarðir fuglar. Hvergi skjól að fá.
Síðan ég kom heim um miðjan dag í gær, hef ég ekki heyrt eitt einasta fuglstíst. Held svei mér þá að mér hafi tekist að drepa þá með hugarorkunni einni saman.
...passið ykkur bara!!
01 nóvember, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ó mæ god, eins gott að senda þér hlýjar hugsanir, já hurru mín kæra, eins gott þú sendir ekki neina drauga á mig er nefnilega búin að setja uppskriftina af vetrarsúpunni á bloggið.
Úúúúú krípí!
Vú! Hljóp eitthvað í þig í föðurhúsunum? Ekki að spyrja að Vestfjörðunum....!
Skrifa ummæli