18 júlí, 2007

Enn á vergangi

Í dag er ég búin að:
pússa
grunna
lakka
mála
olíubera
Þessi fjölbreytta verklýsing gefur aðeins veika mynd af verkefnunum á nýja staðnum. Þriðji dagur í puði og bakið er orðið ansi lúið. Auk þess sem á undan er talið er ég búin að vera að henda rusli, taka til, ryksuga og þrífa eftir iðanaðarmenn. Núna er það bjór, íbúfen og góð sturta fyrir háttinn.
Í íbúðinni sem við erum svo heppin að fá að gista í er nýleg tölva. Hins vegar er nettengingin sú allra mest gamaldags - símainnhringing!! Ég fer því bara í tölvuna í neyð, eins og til að borga iðnaðarmönnum og þannig. Tók mig til dæmis ríflega korter að borga flutningabílstjóranum á netbankanum. Er sko ekki að nenna þessu...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf velkomin í lunch ef þig langar í breik frá ósköpunum :) En gangi ykkur annars vel að klára

Nafnlaus sagði...

Ferlega líst mér vel á þig! Verð nú eiginlega að droppa við einhvern daginn!

ps. Vona að það hafi bara verið nettengingin sem tafði þig..ekki upphæðin sem þú þurftir að slá inn!!! (Nema hvorttveggja sé")

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra að þetta gengur vel :). Hvenær verður slotið svo komð með nettengingu??? Er það ekki ofarlega á forgangslistanum ;)?

Syngibjörg sagði...

Gangi þér vel mín kæra með þetta stóra verkefni.