30 desember, 2006

Gítarvillibráðaveisla

Ísskápurinn minn er fullur af góðgæti. Fór í 3 búðir í morgun til að útvega allt sem þarf fyrir villibráðaveislu gítarleikaranna á morgun. Ekki allt reyndar, sumt var þegar búið að skjóta og koma í hús. Restin af deginum fer svo í að safna matarlyst fyrir morgundaginn... og baka eina köku fyrir afmælisbarn morgundagsins.

Ég hlakka svoooooo til!

24 desember, 2006

Gleðileg jól


Gleðileg jól kæru bloggvinir!!

20 desember, 2006

Stilla


Komin í kyrrðina
í fjörðinn

fagra


(Fór upp í flugvélina í Borg Óttans, í grenjandi rigningu, roki og slagviðri. Lenti hérna í logni og stillu - og fjöllin orðin röndótt af snjóleysi)

19 desember, 2006

Less is more

Mottóið mitt hérna á síðunni er: "Meira er minna", en þar sem einn af fáum dyggum lesendum skildi ekki síðustu (þarsíðustu..?) færslu, þá hef ég ákveðið að brjóta mottóið. Svo Rakel, þessi er fyrir þig:

Þannig vill til að maðurinn minn er Gítaristi (sbr. alkohól-isti). Hann er mjög háður gítarnum sínum. Í bílnum, eftir langan dag í vinnunni, er það hugsunin um gítarinn (sem bíður hans heima),sem heldur honum vakandi á leiðinni. Ég heyri hann opna dyrnar, fara úr skónum, strunsa inn í herbergi (þar sem gítarinn sefur á daginn) og svo.... HEYRIST LAG!!!

OK, burtséð frá því sem þetta segir um okkar samband, hvað segir þetta þá um heimilislífið? Við erum búin að ræða þetta hjónin, og hann er búinn að játa það fyrir mér að hann sé háður gítarnum. Við erum að vinna í þessu í sameiningu..

En hvaðan kom þessi gítar.. eins gott að það fylgi með Rakel mín:

ÉG GAF HONUM HELVÍTIS GÍTARINN Í AFMÆLISGJÖF!!!!

...get bara sjálfri mér um kennt...

Hátíð í bæ!!

Hvað get ég annað sagt en: "jeyyy" og: "veiii", nú mega jólin koma. En ég er farin. Út á land, þar sem umferðin er ekki svona mikil. Jólastressið snýst meira um að hitta einhverja í bakaríinu og óska gleðilegra jóla. Innst inni er ég algjör smábærjarpía, kannski líka yst úti???

13 desember, 2006

Ég sé rautt (en þú?)


Stærðfræðin er farin að leka út úr eyrunum á mér. Ekki nógu mikið samt til að ég skilji allt. Það eina sem ég er þakklát fyrir í kvöld (fyrir utan börnin mín og manninn minn og fjölskylduna og ....) er að prófið skuli ekki vera á morgun. Það gefur mér tækifæri til að halda áfram að rota heilann, löngu hætt að brjót'ann. Vona að ég komist heil frá þessu því að ekki tekur skárra við!

En ég er ung og frísk og þetta er bara það eina sem ég get kvartað yfir, og því geri ég það!

11 desember, 2006

Ég fór að lær' á gítarinn...Olive Oyl stendur á ganginum með töskurnar sínar og segir við Popeye (sjáið fyrir ykkur talblöðru): Ég get þetta ekki lengur, í hvert skipti sem ég opna spínatdós heyrist alltaf sama lagið!

Ég er aðeins farin að skilja hvernig henni líður. Í hvert skipti sem maðurinn minn kemur heim, heyrist lag. Reyndar ekki alltaf það sama....

Sótthiti

Það er til sms-blogg og mynda-blogg, hvenær verður til hugsanablogg? Þá verð ég nú aldeilis afkastamikill bloggari. Á andvökunóttum er ég snilldarbloggari, tala nú ekki um eins og í nótt þegar ég vaknaði klukkan fimm og vakti til að verða 7, með hita og kuldakrampa til skiptis. Þá var nú margt spekingslegt og djúpt sem rann í gegnum hugann. En ekki núna. Enda væri þetta kannski ekki eins spekingslegt og djúpt í dagsljósinu...

Ömurlegt að vera veikur í miðjum próflestri Ö - MUR - LEGT !!!

08 desember, 2006

Ljóð dagsins

Framan á Birtu er mynd af huggulegum konum sem eru annálaðar fyrir smartheit.
Eins og oft áður.
Þær eru að gefa fötin sín og mér sýnist að þær séu að hvetja fleiri til að gera slíkt hið sama. Er ekki viss, er ekki búin að lesa greinina inni í blaðinu.
Frekar en oft áður.
Kíki inn í skápinn minn, oflhlaðinn af fötum sem ég nota ekki. Nenni ekki að taka til og sortera og gefa.
Frekar en oft áður.
En það verður allavega bjart á tröppunum mínum í kvöld.
Sem aldrei fyrr.

Verði ljós!!

Já það er aldeilis stór dagur í húsinu!! Það er sko mættur rafvirki á tröppurnar sem ætlar að tengja nýja útiljósið OG setja tengi fyrir nýju útiseríuna sem við erum búin að kaupa. Þetta teljast stórfréttir á framtakslitla heimilinu sem er búið að vera útiljóslaust hátt í tvö ár.. og aldrei verið klesst neinni seríu á það utandyra.

Þó ég gleðjist mjög í hjarta mínu veit ég um annan sem gleðst líka innilega, og það er hann mágur minn sem er alltaf að skjóta því á mig hvað það sé dimmt og drungalegt að horfa hérna yfir til okkar. Bara af því að hann er svo duglegur sjálfur í seríunum. Bjartir dagar og bjartar nætur framundan.. JIBBÍÍÍÍ

06 desember, 2006

Uppgötvun dagsins

Mér finnst kleinuhringur vondur... JIBBÍ!!!!

Sagan af brauðinu dýra

Er allt að hækka eða er ég bara orðin svona nísk? Villtist inn í 10/11 í gær, hvað er eiginlega í gangi.. er þetta ekki verslunarKEÐJA? Þetta er eins og dýrasta sjoppa í miðjum óbyggðum. Meina sko, ef Pepsi dósin er á 150 kall þá getið þið bara reynt að giska hvað allt hitt kostaði. Svo er það Bakarameistarinn í Suðurveri, örugglega dýrasta bakarí á landinu, enda fer ég helst ekki þangað. Þar kostar ostaslaufa: ostur + hveiti + rafmagn = 185.-

Jájá, dýr myndi Hafliði allur. Mér líður eins og pabbanum í Djöflaeyjunni sem dró upp gamla, lúna veskið til að punga út fyrir ólíklegustu hlutum... með tregðu!

05 desember, 2006

Aðferðarfræði

Eftir að hafa verið úti öll kvöld frá þriðjudegi til laugardags (sko bæði meðtalin!!) í síðustu viku, fannst mér bara eins og ég væri komin í jólafrí á sunnudaginn. En það var nú ekki svo gott, þá tók námið við af fullum krafti.. ekkert jólastúss hér.

Þessi leiðinlega bloggfærsla er í boði aðferðarfræði, hvað getur maður verið annað en andlaus og leiðinlegur eftir allan þennan lestur!!

04 desember, 2006

Mjólkursleikir

.. er einn af jólasveinunum.. segir Stubbalingur. Passar svo sem vel við nöfnin á hinum sveinunum.

(Sirius Konsum Orange er rosalega gott)

01 desember, 2006

Meðal-ofurkona

Meðalmaðurinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Aðallega við að uppfylla félagslegar væntingar og láta sjá sig á réttu stöðunum á réttum tíma. Svo miklar félagslegar skyldur, svo lítill tími til að sinna náminu *andvarp*. Sé fram á örlítið - ekki mikið samt- rólegri daga í næstu viku, svo róast þetta líklega eitthvað eftir því sem líður á desember og deyr væntanlega alveg undir áramótin. Je sjor...

Allavega verður morgundagurinn helgaður brúðkaupi krúttulegu mágkonunnar og hennar manni. Ekki leiðinlegt...

(Meðalmaðurinn tekur commenti Birgittu hérna á undan sem hreinu og tæru hrósi, finnst samt ennþá smartara að vera Meðalmaður en Ofurkona.. því að ofurkonan er jú orðin frekar þreytt en það hefur Meðalmaðurinn hins vegar alltaf verið.. ekkert nýtt undir sólinni)