19 desember, 2006

Less is more

Mottóið mitt hérna á síðunni er: "Meira er minna", en þar sem einn af fáum dyggum lesendum skildi ekki síðustu (þarsíðustu..?) færslu, þá hef ég ákveðið að brjóta mottóið. Svo Rakel, þessi er fyrir þig:

Þannig vill til að maðurinn minn er Gítaristi (sbr. alkohól-isti). Hann er mjög háður gítarnum sínum. Í bílnum, eftir langan dag í vinnunni, er það hugsunin um gítarinn (sem bíður hans heima),sem heldur honum vakandi á leiðinni. Ég heyri hann opna dyrnar, fara úr skónum, strunsa inn í herbergi (þar sem gítarinn sefur á daginn) og svo.... HEYRIST LAG!!!

OK, burtséð frá því sem þetta segir um okkar samband, hvað segir þetta þá um heimilislífið? Við erum búin að ræða þetta hjónin, og hann er búinn að játa það fyrir mér að hann sé háður gítarnum. Við erum að vinna í þessu í sameiningu..

En hvaðan kom þessi gítar.. eins gott að það fylgi með Rakel mín:

ÉG GAF HONUM HELVÍTIS GÍTARINN Í AFMÆLISGJÖF!!!!

...get bara sjálfri mér um kennt...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin í prófunum dúllan mín.
En held ég verði að viðurkenna að ég eigi við svipað vandamál að stríða og kallinn... það er prjón og hekl, ég einfaldlega bara get ekki hætt þessa dagana ;) Held þetta hljóti að vera tímabil... og hananú nú er ég búin að játa á mig syndina þannig að þetta hlýtur að líða hjá...
En hafið það nú gott í afstressun í sveitinni, kossar og knús

Nafnlaus sagði...

Og hvað á svo að gefa kallinum í jólagjöf í ár LOL?
B

Nafnlaus sagði...

Ó guð minn góður! Ég skildi alla færsluna núna og vona svo innilega að þér hafi ekki dottið í hug að kaupa trommusett fyrir hann í jólagjöf!!!
Hafið það gott fyrir vestan um jólin!
ps. Frétti reyndar að Elmar fengi trommusett í jólagjöf.....úff!