08 desember, 2006

Ljóð dagsins

Framan á Birtu er mynd af huggulegum konum sem eru annálaðar fyrir smartheit.
Eins og oft áður.
Þær eru að gefa fötin sín og mér sýnist að þær séu að hvetja fleiri til að gera slíkt hið sama. Er ekki viss, er ekki búin að lesa greinina inni í blaðinu.
Frekar en oft áður.
Kíki inn í skápinn minn, oflhlaðinn af fötum sem ég nota ekki. Nenni ekki að taka til og sortera og gefa.
Frekar en oft áður.
En það verður allavega bjart á tröppunum mínum í kvöld.
Sem aldrei fyrr.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er bein mynd. Það er ekkert um myndhverfingar, persónugervingar eða sálgæðingar. Ég vil túlka ljóðið þannig að höfundur kvíði ævikvöldinu en telji samt að það sé langt frá sbr. andstæðurnar "var í myrkri en nú er bjart sem aldrei fyr". Höfundur virði vera óumræðanlega hamingjusamur þrátt fyrir að dagsönnin taki frá honum tíma til smáverka.

B

Meðalmaðurinn sagði...

Heyrðu frau Birgitta.. þetta er bara hrein snilld! 10 fyrir túlkun á ljóði og myndmáli, mikið hef ég nú kennt þér í haust stelpa..

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þetta kæri kennari :o).
Held þú verðir samt að draga frá mér nokkur stig fyrir stafsetningu :s.
B

Nafnlaus sagði...

.....betra að koma á forsíðu blaðs fyrir það að vera að "gefa fötin" sín, heldur en að tala um "skilnaðinn, nýja barnið og árin með nýja manninum"......!!!!
Sem aldrei fyrr!