11 desember, 2006

Sótthiti

Það er til sms-blogg og mynda-blogg, hvenær verður til hugsanablogg? Þá verð ég nú aldeilis afkastamikill bloggari. Á andvökunóttum er ég snilldarbloggari, tala nú ekki um eins og í nótt þegar ég vaknaði klukkan fimm og vakti til að verða 7, með hita og kuldakrampa til skiptis. Þá var nú margt spekingslegt og djúpt sem rann í gegnum hugann. En ekki núna. Enda væri þetta kannski ekki eins spekingslegt og djúpt í dagsljósinu...

Ömurlegt að vera veikur í miðjum próflestri Ö - MUR - LEGT !!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sendi þér strauma.... batnaðar og gangi vel strauma :)
Annars kannast ég MJÖG vel við svona erfiðar svefnnætur þessa dagana, ekki mjög gaman :(
Kiss kiss

Nafnlaus sagði...

Kannast sko við þetta með bloggsnilldina sem vellur þegar maður er í svefnrofunum - algjör Laxnes bara ;).
B