Meðalmaðurinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Aðallega við að uppfylla félagslegar væntingar og láta sjá sig á réttu stöðunum á réttum tíma. Svo miklar félagslegar skyldur, svo lítill tími til að sinna náminu *andvarp*. Sé fram á örlítið - ekki mikið samt- rólegri daga í næstu viku, svo róast þetta líklega eitthvað eftir því sem líður á desember og deyr væntanlega alveg undir áramótin. Je sjor...
Allavega verður morgundagurinn helgaður brúðkaupi krúttulegu mágkonunnar og hennar manni. Ekki leiðinlegt...
(Meðalmaðurinn tekur commenti Birgittu hérna á undan sem hreinu og tæru hrósi, finnst samt ennþá smartara að vera Meðalmaður en Ofurkona.. því að ofurkonan er jú orðin frekar þreytt en það hefur Meðalmaðurinn hins vegar alltaf verið.. ekkert nýtt undir sólinni)
01 desember, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli