13 desember, 2006

Ég sé rautt (en þú?)


Stærðfræðin er farin að leka út úr eyrunum á mér. Ekki nógu mikið samt til að ég skilji allt. Það eina sem ég er þakklát fyrir í kvöld (fyrir utan börnin mín og manninn minn og fjölskylduna og ....) er að prófið skuli ekki vera á morgun. Það gefur mér tækifæri til að halda áfram að rota heilann, löngu hætt að brjót'ann. Vona að ég komist heil frá þessu því að ekki tekur skárra við!

En ég er ung og frísk og þetta er bara það eina sem ég get kvartað yfir, og því geri ég það!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held þú þurfir að breyta viðhorfi þínu til stærðfræði.
B

Anna Malfridur sagði...

Já veistu, ég er alveg sammála! Stærðfræði getur verið skemmtileg en þó alls ekki öll stærðfræði!!!

En veistu, þú átt frænku hérna í næst-næstu götu sem er tæknifræðingur og þurfti á sínum tíma að læra FULLT af stærðfræði ;) kannski hún geti eitthvað hjálpað ef þú lendir í strandi???

Nafnlaus sagði...

Ég sé bara rautt og bleikt... VEI VEI ;)

Syngibjörg sagði...

Gvuð hvað ég skil þig. ættgengt?????