27 desember, 2007

Sykur lekur út um eyrun á mér

Sælgætislaus dagur í dag, eða hvað? Byrjaði vel á tei og skonsu. Smákaka í eftirrétt - það er ekki súkkulaði. En eftir smáköku er leiðin yfir í konfektkrukkuna ansi stutt, eða lakkrísskálina. Það er allavega til nóg af konfekti og lakkrís og smákökum og þá eru freistingarnar bara til að falla fyrir þeim. Gleðilega sælgætisdaga.

16 desember, 2007

Heiladauði punktur is

Ég er svo innilega þurrausin og innantóm og hugmyndasnauð, að þið tryggu tíu eða fimmtán lesendur (skv. sitemeter) verðið bara að njóta þess með mér. Er að bræða með mér hvort ég eigi að nenna í kremið á sörurnar eða bara fara að lesa Yosoy - hún er assgoti grípandi. Fann allavega jóladiskana í dag, eftir mikla leit. Borgardætur komnar á fóninn. Já, svona hljómar blogg hjá heiladauðum húsmæðrum í jólafríi. Værsogod.

14 desember, 2007

Einn alveg búin að fatta út á hvað þetta auglýsingaskrum gengur

Við Stubbalingur erum að baka, það er kveikt á útvarpinu. Einhver bankinn er að auglýsa í krafti Latabæjar, gjöf sem vex og vex..

Já ég veit hvað það er, það er blóm - það vex og vex!!

Vondaveðrið

Okkars eru heima í dag í vonda veðrinu - en ykkars?

11 desember, 2007

Glittir í frítíma!!

Jább. Ég er að komast í gegnum þetta eina ferðina enn. Styttist í annarlok. Skil á prófritgerð í fyrramálið, hún liggur næstum fullbúin við hliðina á mér. Síðasti yfirlestur í kvöld. Þá er ég komin í jólafríhíhíhíhí! Sýnist á ástandinu á mér í dag að fyrstu dagar fari bara í hvíld. Uss, ég á það alveg inni.

10 desember, 2007

Ritgerðasmíð

Váts.. klukkan orðin hálftólf, er ég virkilega búin að sitja í tæpa þrjá tíma yfir bókmenntafræði. Ég er allvega komin á annan kaffibollann (sem laga sjaldnast kaffi fyrir mig eina). Í þetta skipti er það dýrari týpan, með flóaðri mjólk, tveim konfektmolum og einni mandarínu. Maður verður jú að halda orkunni. Áfram með smjörið...

07 desember, 2007

Vetrardekkin


Þrjú þúsund krónunum sem ég borga Sólningu fyrir að geyma dekkin mín, er vel varið. Bakið á mér er vel þess virði.

05 desember, 2007

Uppdeit

Komin vaskur á baðið - þvoði mér samt um hendurnar í eldhúsinu áðan, er orðin svo vön því
Búin í setningafræðiprófi - Jibbí
Búin að skila verkmöppu í sjónlistum - Jibbí
Allt í drasli - þarf að fá Stubbaling til að skúra aftur!

02 desember, 2007

Sveitastrákur

Hann er bara svo mikið yndi að ég verð að leyfa ykkur að njóta með mér. Lagið hef ég aldrei heyrt nema í hans meðförum og þykist ég þó nokkuð fróð í þessum efnum. Hann gerir þetta allavega mjög vel.

Spenningurinn í hámarki

Það stefnir í sögulegan viðburð hjá heimilisfólki í dag. Eins og staðan er núna bendir allt til þess að í kvöld getum við burstað tennurnar á baðherberginu í fyrsta skipti í nýju íbúðinni okkar, það á semsagt að fara að setja upp og tengja baðvaskinn og blöndunartækin. Ekki bara það. Stefnir allt í að það verði komnar hurðar fyrir baðskápana líka (sem voru settir upp í síðustu og þarsíðustu vikur). Bara dekur og ekkert annað.

Fyrir þá sem furða sig á þolinmæði húsmóðurinnar hef ég eitt að segja:

Ég er píanókennari.

Uppdeit - þurfti að nýta restina af þolinmæðinni þar sem vaskurinn kom ekki í dag.. hún er semsagt búin og ríflega það :(

01 desember, 2007

Hneta

Á milli þess sem ég hlusta á fyrirlestur og geri verkefni í setningafræði er gott að hlaupa upp og niður stigana til að festast ekki í mjöðmunum. Hrikalega er maður orðinn gamall og stirður. En hérna er hún Hneta að fá sér vatnssopa í eldhúsglugganum - yfirleitt drekkur hún bara beint úr krananum en þarna var hún meira í stuði til að drekka úr glasi:

Krúttulegur köttur ;-)