02 maí, 2006

Skyrandstæðingar landsins sameinist!!

Hvað er þetta með þessa skyrdýrkun landans alltaf hreint! Hef ekki heyrt um neinn nema mig sem getur ekki étið skyr. Svo hollt og fitulítið og gott og fljótlegt.. ókei, það er gott, ég viðurkenni það, en hvað það fer illa í mig, ó mæ ó mæ. Geri alltaf tilraun öðru hvoru - fannst komið ansi langt síðan ég hafði smakkað síðast svo ég fékk mér peruskyr áðan, mjög bragðgott. En ég er búin að vera með meltingartruflanir og brjóstsviða og ógeð síðan og það verður líklega eitthvað viðloðandi fram á kvöld. Ekki gott að læra stærðfræði með brjóstsviða, nóg er nú ógeðið samt.

Sumarið er komið.. vissuði það?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég fæ líka magapínu af skyri. Þoli það ómögulega.