01 maí, 2006

Tómleikatilfinning..

.. af því að ég er búin með bókina. Hvernig á maður að taka því þegar fólk sem hefur verið svo stór partur af lífi manns, hverfur allt í einu á braut? Gengur þetta upp hjá Katherine og Joe Roth? Mun Tara ná sér í lífsförunautinn sem hún þráir svo mjög? Á Fintan eftir að ná sér af krabbameininu og mun Sandro halda sambúðina út þrátt fyrir öll vandamálin? Það er eins og búið sé að draga fyrir gluggann sem ég er búin að vera að kíkja í gegnum og nú get ég ekki hætt að hugsa um fólkið fyrir innan. Kannski er framhald.. þó ég efist um það. Þetta er ekki svoleiðis bók. En þá er bara að finna sér nýja vini, sagan af Pí er komin á náttborðið. Það besta við að vera í skóla er að það gefst svo lítill tími til lesturs að bækurnar endast ótrúlega lengi. Stundum er það samt ókostur.

Að öðru.. ansi lærir maður nú vel þegar tölvan er ekki nettengd, það fækkar freistingunum! Gallinn er að lærdómspartnerinn hverfur í leiðinni - það er mjööööög erfitt- En ég er allavega komin í gírinn, stærðfræði rúlar!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er gaman að þér líkaði bókin ;) - á fleiri til ef þig vantar....
Verður bara að kíkja í heimsókn... ;).
B

Nafnlaus sagði...

Hvaða örlagarómans varstu eiginlega að lesa. Sagan af Pí er æðisleg.

Meðalmaðurinn sagði...

Last Chance Saloon, manneskjuleg samtímasaga skrifuð í rauntíma á nútímaöld.. hehe

Nafnlaus sagði...

Fattaði reyndar að ég lánaði þér ekki bókina sem ég hélt ég væri að lána þér... ;) - verður að lesa hina við tækifæri :o).
B

Meðalmaðurinn sagði...

Endilega, kem og hreinsa úr bókahillunum þínum eftir 19.mai..