02 febrúar, 2007

Kökumeik

Á föstudögum fer ég í sturtu. Blæs svo á mér hárið og slétta það með sléttujárninu þangað til það er eins og nýstraujaður dúkur. Svo set ég á mig dökka meikið mitt og sólarpúðrir, gott að nota maskarann allhressilega í dag. Svo fer ég í þröngu gallabuxurnar og támjóu stígvélin. Að ofan er það ýmist þröngur bolur eða töff skyrta og svo léttur jakki yfir. Punkturinn yfir i-ið er nýja, breiða leðurbeltið mitt. Sko til, núna er ég tilbúin í Kringluröltið. Þú hefur örugglega hitt mig þar. Nokkrum sinnum. Ég er önnur hver manneskja í Kringlunni á góðum degi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bomban í klúbbnum í gær hefur greinilega komið þér í rétta gírinn!!!!

Nafnlaus sagði...

Ha bomban.... er það ég eða ;)
Gleymdi samt að hrósa þér fyrir flotta klippingu því þú varst greinilega nýbúin :)