23 febrúar, 2007

Kvöldverkin


Á meðan maður burstar tennurnar er hægt að labba fram á gang, skella útidyrahurðinni í lás, slökkva í stofunni, kíkja á börnin, opna uppþvottavélina (ef hún er búin) og margt fleira. Þegar maður er hinsvegar að flossa, þá eru báðar hendur uppteknar og lítið hægt að gera, í mesta lagi kíkja á börnin og horfa á sjálfan sig í speglinum (ófögur sjón á þessum tíma dags). Svo að ef ég horfi ekkert á sjónvarpið það kvöldið, þá gleymi ég að flossa. Ég er kona - þess vegna hef ég þörf fyrir að multitaska.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nebblega þannig.... karlmenn t.d. geta bara tannburstað sig fyrir framan spegilin, ekkert annað má trufla... þeir eru svo yndislegir þessar elskur :)
Annars get ég ekki beðið eftir ilminum úr eldhúsinu í kvöld ;)

Nafnlaus sagði...

af sömu ástæðu vill maður vera með prjóna í höndunum yfir sjónvarpinu, annars hefur maður ekki nóg að gera ;).

Nafnlaus sagði...

Átti von á að lesa blogg um hvað þú hefðir verið með skemmtilegar konur í heimsókn í gær. En þú ert sennilega bara ennþá á bömmer yfir að hafa ekki haft nóg af míkrafónum fyrir þær! Ég segi nú bara God sei dank....eru ekki foreldrar Bjarnveigar á efri hæðinni? Þau fíla nefnilega ekki Dollý.......

Meðalmaðurinn sagði...

Er ansi hrædd um að fólkið í kjallaranum hafi ekki heldur fílað Dollý...