20 maí, 2007

Jebb

Eftir ríflega þriggja tíma flug frá Íslandi á ókristilegum tíma er maður ekki beint í stuði fyrir vesen. En þegar ég sá alla sætu flugþjónana og rúmgóðu sætin lagaðist skapið aðeins. Það var samt ekki fyrr en ég sá matinn sem ég fyrirgaf British Airwais alla biðina og leiðindin á flugvellinum. Ekki nóg með að borðbúnaðurinn væri úr gleri og stáli heldur samanstóð maturinn af fersku salati, kokteiltómötum, reyktum laxi og rjómaosti. Með þessu fylgdi sítrónu „infused“ ólífuolía í pínulítilli krukku. Pínulítilli! Einnig var boðið upp á nokkra tegundir af heitum bollum, grófum og fínum. Þegar ég bað um hvítvín voru tvær tegundir í boði.
Með tilliti til morgunverðarins sem ég fékk hjá Icelandair var ég síst að skilja í öllum þessum fínheitum. Það var ekki fyrr en ég sneri mér aðeins í sætinu og kíkti aftur fyrir mig að ég rak augun í tjaldið – Ég veit að ég hefði átt að fatta þetta þegar ég fékk heita klútinn fyrir matinn, get bara alveg stundum verið soldil Rakel í mér...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar bara vel!!

"Að vera Rakel inn við beinið" í merkingunni að vera "grunlaus" eða "fattlaus".
Já hljómar bara allt vel! :)

ps. Gæti líka merkt að "manni finnist maður bara eiga allt gott skilið"!