11 júní, 2007

Breytt skipulag

Jæja, loksins þegar við erum búin að kaupa fleiri tugi lítra af málningu, lakki, grunni og spartli að ógleymdum sandpappír í metravís, pússikubbum og málningarhönskum - er ég komin í gírinn. En þá er það sumarhátíðin og í lok hennar er Stubbalingur allt í einu kominn í rokna fýlu (af því að hann vildi ekki lengur vera blettatígur, heldur spædermann). Eina sem hann vill gera er að fara heim í Hlíðina sína, úr öllum fötum og horfa á vídeó umkringdur sængum og koddum. Þar sem hann er einkabarn þessa dagana er það að sjálfsögðu látið eftir honum. Ég pakka þá bara í nokkra kassa og skelli mér í málningargallann á morgun þegar hann fer á leikskólann. Það er nefnilega ekki alltaf þannig að sá sem er stærstur fái að ráða.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig gengur?????