07 júní, 2007

Kominn tími á eina...

Sem ég sit í tölvunni minni (einu sinni sem oftar) og er að kommenta á einhverja færsluna, þá hringir klukkan á bakaraofninum - hrísgrjónin tilbúin. Heyrist ekki í Stubbaling sem situr á ganginum með kubbana sína: "mamma, þú átt að hætta í tölvunni"!! (og brosir prakkaralega).
Honum er nefnilega skammtaður hálftími í tölvunni og oftast notum við ofnklukkuna til að fylgjast með hvað tímanum líður...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þennan skildi ég!!!