09 nóvember, 2008

ojbara, ullabjakk, erðanú.Ætlaði hins vegar að eyða deginum í eldhúsinu því að það er mun skemmtilegra en að þrífa. Var rétt búin að stinga Dillonskökunni í ofninn (sem á að vera í eftirmat) og ætlaði að fara að stússa í Lasagne gerð þegar bakið sagði stopp. Þess vegna húki ég hér fyrir framan tölvuna, kökuilminn farið að leggja um húsið, og bíð eftir að íbúfen virki. Nenni ekki að bíða lengur, farin að finna bakbeltið...

(Vantar íslensk orð yfir Lasanja - lagpasta með kjötsósu?)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stubbalingur er klárasti og skemmtilegasti 6 ára sem ég þekki :) En leiðinlegt með bakið... verður gott að taka tjillpakkann í næstu viku ;) Knús á ykkur

Nafnlaus sagði...

hmmm þetta er Margrét Arna.. gat ekki kommentað öðruvísi

Birgitta sagði...

Hefðir átt að smella Lasagna-inu á hópana í dag, þau hefðu örugglega orðið glöð ;).
(annars segir ordabok.is þetta: NAFNORÐ
lasanja kv.; ítalskur ofnréttur)