19 febrúar, 2006

Látalæti...

Svo standa þau á tröppunum (gerist sem betur fer ekki oft) eins og allt sé bara í himnalagi. Brosa sínu blíðasta. Ég er svo vel upp alin, brosi bara á móti og tala út í bláinn eins og þau. Um hluti sem skipta engu máli. Hvað er hún svona veik, æ æ, bið að heilsa henni. Bið að heilsa hvað, hún er 10 skref frá þér, afhverju kíkir þú ekki bara inn til hennar og heilsar upp á hana, spyrð hvernig henni líði? En ég segi það ekki, enda ekki mitt hlutverk, tek ekki þátt í þessari vitleysu.

Engin ummæli: