23 mars, 2007

Föstudagur í boði húsbóndans

Panta mat frá Ning's = sameiginleg ákvörðun
Það sem var pantað og sótt = hans ákvörðun

Það sem var á boðstólum:

- Djúpsteiktar rækjur
- Steiktir kjúklingavængir
- Svínasteik með puru

Ef ég skýt í blindni á innihald tel ég að það hafi verið eftirfarandi (í magnröð, það sem er mest af kemur efst):

- Hvítt hveiti
- Fita
- Allar tegundir af aukaefnum, litar-, bragð- og lystaukandi
- Kjöt og fiskur
- Grænmeti (gulrótarsneiðin sem var í kjúklingavængjasósunni)

Reyndar voru hrísgrjón einnig í boði en þar sem þau voru mjög hvít og klístruð tel ég að þau vegi ekki mikið upp á móti allri óhollustunni.

Niðurstaða = Ef mig langar í hollan mat og grænmeti verð ég bara að elda sjálf, eins og ég geri reyndar oftast
Samantekt = Mér er illt í maganum og langar í rosalega mikið af nammi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jömmí................:)

Nafnlaus sagði...

Ojbarasta - eins og það er nú hægt að kaupa góðan mat með fullt af grænmeti þarna (og þú situr ekki við hliðina á mér núna hehe).