06 mars, 2007

..og dansinn dunar

Vitið þið hvað er karlrembulegast í heimi? Það eru nefnilega samkvæmisdansar. Konan sér um allt erfiðið en karlinn stjórnar. Svo er ítrekað margoft í danstímanum að nú þurfi karlinn að vanda sig því að það sé hann sem stjórni og haldi hann ekki vel á spöðunum fari allt í vitleysu. Auðvitað er það konan sem stjórnar í grunninn, eins og vanalega, en það er karlinn sem fær allt hrósið, eins og vanalega.

En ég skemmti mér hrikalega vel. Vill nefnilega til að minn kall er sterkur á þessu svelli, getur vel stjórnað og ég get alveg þóst láta að stjórn svona einusinni í viku. Það er bara góð tilbreyting.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brill!!!!

Þið mætið auðvitað á árshátíðina á föstudagskvöldið er það ekki?
Þar verður sko hægt að tjútta!!!!!!

Nafnlaus sagði...

Er það dyggð? Að þykjast láta að stjórn einu sinni í viku ;)?

Nei, segi bara svona hehe.

Syngibjörg sagði...

Þú ert nú stundum dáldið fyndin....

Nafnlaus sagði...

Þetta er nokkuð góð útlegging á dansinum hjá þér góða mín :o)

Anna Malfridur sagði...

Til hamingju með afmælið frænka! :)

Syngibjörg sagði...

Til hamingju með daginn í gær og fyrir gefðu hvað kveðjan berst seint:O)