21 apríl, 2007

Barnalán

Venst aldrei þessum mömmu og pabbahelgum. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar hlutfall barna á heimilinu fer niður fyrir hlutfall fullorðinna. Eða núna þegar únglíngurinn er orðinn það stór að hún er farin að ráða sér sjálf og fer bara til pabbans þegar henni henter, það er ennþá skrítnara. Þá hef ég alltaf á tilfinningunni að ég sé að gleyma einu barni, sé búin að týna miðjukrúttinu mínu - hin tvö eru jú bæði á sínum stað!

Í morgun fór hin fullkomna blanda í safapressuna -
eitt grænt epli
ein stór appelsína
ein feit gulrót
einn góður biti af engiferrót

...mátulegur skammtur fyrir mig :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að geta sett réttu blönduna í mixarann þó að blanda barna og fullorðinna sé ekki í jafnvægi á heimilinu :)

Engar transfitusýrur í þessari blöndu!

Syngibjörg sagði...

Ástand sem venst held ég seint. Maður verður eiginlega bara taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.

MMMMMmmmmm...góður drykkur.. líka einn af mínum uppáhalds..og svona líka voða hollur.